Grammy 2015

Grammy verðlaunin voru afhent í borg englanna í gærkvöldi. Skemmtilegasta verðlaunahátíðin að mínu mati! Næ frekar að tengja við hana heldur en Óskarinn þar sem ég er aldrei búin að sjá neinar myndir og frekar vonlaus bara. Ég ætla ekki að gera úrslitunum ítarleg skil, en Sam Smith kom sá og sigraði. Besti nýliði, plata ársins og lag ársins – Stay with me.

En að máli málanna, KJÓLARNIR. Sigurvegarinn í mínum huga var drottningin sjálf Kim Kardashian West í gullfallegum kjól úr smiðju Jean Paul Gaultier.  

kim-kardashian-kanye-west-2015-grammy-arrivals-01kim-kardashian-kanye-west-2015-grammy-arrivals-02

Fullkomið ,,glam” eins og Kim myndi kalla það. Ég ELSKA nýju klippinguna.

kim-kardashian-kanye-west-2015-grammy-arrivals-03

The Wests

10942495_10155212018425613_3550746339624596_n 

Kim smellti í eina selfie og setti á Insta

The 57th Annual GRAMMY Awards - Red Carpet

John Legend og Crissy Teigen. Finnst kjóllinn hennar mjög fallegur.

463020954-1423448363

Taylor Swift, tilnefnd fyrir plötu ársins og lag Shake it off.  Taylor er á flestum Best dressed listum, ég hefði sleppt fjólubláum skóm, en það er kannski bara ég.

big-sean-ariana-1-1423460249

Ariana Grande og Big Sean voru dúllur.

463022882-1423449021

Queen B lét sig ekki vanta. Bey hefur nú hlotið 20 Grammy verðlaun og er ,,second most awarded woman” í sögu Grammy verðlaunana, langflottust!

tumblr_njhw4cd1dD1rqgjz2o1_540

Hjónin smelltu í eina mynd með verðlaunin sín – frekar mikið flottust!

Er búin að horfa á nokkur atriði frá kvöldinu og Four, five seconds varð auðvitað í uppáhaldi. Er búin að horfa vandræðalega oft.

 

Skemmtileg svona óvænt samstörf – þetta gengur upp, ójáá!

M.

4 comments

  1. Kim var algjörlega killing it í gær! Ótrúlega flott og klassy með k!
    Ekki að fýla þetta T. Swift look – stutt að framan og sítt að aftan nær mér sjaldan

    Like

Leave a comment